Húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur undanfarin ár starfað með fjármála- og dómsmálaráðuneyti að hugmyndum um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Ríkislögreglustjóri
Landhelgisgæslan
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Tollgæslan
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Neyðarlínan 112

Vinna í ítarlegri forathugun verkefnisins stóð fram til ársins 2020. Einskorðaðist hún í upphafi við að finna hentugt húsnæði fyrir löggæsluaðila. Verkefnið var síðan stækkað og gert ráð fyrir öllum viðbragðsaðilum á einum stað. Árið 2020 var aukinn þungi sett í verkefnið, enda mæddi mikið á viðbragðsaðilum á árinu 2020. Þörfin fyrir hentugt og nútímalegt húsnæði varð öllum ljós.

Að lokinni forathugun gerði FSR markaðskönnun , þar sem auglýst var eftir 30 þúsund fermetra lóð á ákveðnum svæðum í Reykjavík. Niðurstaða könnunarinnar var listi yfir valkosti sem skoðaðir voru nánar.

FSR gaf í nóvember út frumathugunarskýrslu um verkefnið. Samtímis hefur fjármálaráðuneytið átt í samningaviðræðum við lóðarhafa.

Markmið verkefnisins er að finna hagkvæma lausn á húsnæðismálum viðbragðsaðila til langrar framtíðar. Í forathugun var meðal annars skoðuð samlegð sem fólgin er í því að staðsetja löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu á einum stað. Ljóst er að með því fyrirkomulagi er unnt að auka samstarf þeirra á milli auk þess sem samnýting rýma yrði talsverð. Þá myndi nýtt húsnæði vera hagnýtara og svara betur kröfum nútímans en húsnæði sem þessir aðilar hafa nú yfir að ráða. Þá er ljóst að á ögurstundu er mikill kostur að þeir aðilar sem vernda líf og eignir landsmanna séu staðsettir í sama húsnæðinu.

Félagsfundur TFÍ

Félagsfundur TFÍ var haldinn fimmtudaginn 10. júní sl. í sal Rauðakross Íslands Firði Hafnarfirði.
Góð mæting var á fundinn en um 34 félagsmenn mættu.

Á dagskrá var:

  1. Vaktabreytingar vegna styttingu vinnuvikunnar – umræður
  2. Ný heimasíða TFÍ sem og nýr Orlofsvefur kynnt
  3. Félagsmönnum kynnt möguleg kaup TFÍ á nýju sumarhúsi fyrir félagsmenn (kynning & upplýsingar um fjármögnun o.s.frv.)
  4. Önnur mál

Vaktavinnufólk – takið þátt í að meta betri vinnutíma!

Ert þú búin(n) að taka þátt í könnun vegna styttingar vinnuvikunnar á vaktavinnustöðum sem samið var um í kjarasamningum opinberu stéttarfélaganna vorið 2020? Nú er innleiðing á þessum mestu breytingum á vinnutíma opinberra starfsmanna í áratugi langt komin og skiptir miklu að fylgjast með hvernig til tekst.

Nú þurfum við sem stóðum að þessum samningum, bæði samtök launafólks og opinberir launagreiðendur, þína hjálp. Við stöndum nú fyrir spurningakönnunum meðal vaktavinnufólks þar sem viðhorf til og árangur breytinganna er mældur. Það skiptir miklu að sem flestir þeirra sem eru í vaktavinnu taki þátt í könnuninni til að fanga viðhorf til breytinganna svo hægt sé að meta árangurinn sem best.

Gallup sér um gerð könnunarinnar sem send var fyrr í mánuðinum á vinnunetfang vaktavinnufólks hjá ríki og sveitarfélögum. Við hvetjum alla sem hafa fengið könnunina til að svara svo við fáum sem nákvæmastar niðurstöður. Það tekur ekki langan tíma að svara könnuninni.

Að könnuninni standa: ASÍ, BHM, BSRB, Fíh, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.

Ef spurningar vakna má hafa samband við tomas@gallup.is og karl@bsrb.is.

Orlofskostir 2021, aðrir en sumarhús.

Til þess að njóta neðangreindra kjara þarf að skrá sig inn á orlofsvef félagsins og ganga frá kaupum þar.

Gjafabréf Icelandair

að andvirði 25.000 kr. Verð til félagsmanna 15.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.
Nánar um hvernig á að bóka með gjafabréfi og um skilmála gjafabréfa – https://www.icelandair.is/flights/book-gift-certificate/

Útilegukortið

að andvirði 19.900 kr. Verð til félagsmanna 16.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Útilegukortið – https://utilegukortid.is/

Veiðikortið

að andvirði 8.900 kr. Verð til félagsmanna 6.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Veiðkortið – http://veidikortid.is/is/

Orlofsstyrkur

Orlofssjóður TFÍ veitir félagsmönnum styrk til greiðslu á innlendum og/eða erlendum orlofstengdum kostnaði á orlofstímabilinu 1. maí til 15. september 2021. Hver félagsmaður á rétt á einni úthlutun hvert ár og er hver styrkur að hámarki að andvirði 40.000 kr. Ekki er veittur styrkur á þjónustu sem TFÍ eða önnur stéttarfélög bjóða félögum sínum.

Umsækjendur verða að framvísa löglegum reikningi/kvittun stílað á nafn og kennitölu félagsmanns sem sækir um. Styrkur er veittur eftirá og leitast verður við að greiða þá út svo fljótt sem auðið er. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið   jon.ragnarsson@skatturinn.is   þar sem fram kemur tilefni umsóknar ásamt viðhengi af reikningi/kvittun.
Styrkir eru veittir fyrir eftirfarandi kostnaði:
• Gistikostnaður erlendis í orlofi
• Gistingu innanlands utan orlofshúss félagsins, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
• Leigu á hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni.
• Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
• Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum.
• Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
 
Aðrar takmarkanir á ofangreindum kostum; félagsmaður þarf að hafa greitt til félagsins a.m.k. 6 undanliðna mánuði.

Reglur um úthlutun orlofshúsa TFÍ

Reglur um úthlutun orlofshúsa TFÍ

  1. gr.

Fullgildir greiðandi félagsmenn njóta forgangs við úthlutun orlofshúsa TFÍ.

  1. gr.

Réttur til úthlutunar á orlofshúsi í sumar og páskaleigu byggist á félagsaldri í TFÍ (eftir að tveggja ára félagsaðild er náð)  að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.

  1. gr.

Úthlutunartímabil sumars er frá byrjun júní til enda ágúst samkvæmt ákvörðun orlofsnefndar.

  1. gr.

Páskaviku er úthlutað sérstaklega á sama hátt og sumarleigu. Útleiga og úthlutanir eru auglýstar á heimasíðu félagsins.

  1. gr.

Þeir sem sótt hafa um hús en ekki fengið úthlutað fara á biðlista sem úthlutað er eftir falli einhver frá sinni úthlutun.

  1. gr.

Ef umsókn berst ekki um einhverja/r af tilteknum vikum í sumarúthlutun verður húsinu úthlutað til þess sem fyrstur óskar en þó að teknu tilliti til þeirra sem áttu umsóknir en fengu ekki úthlutun. Leigu skal inna af hendi eigi síðar en 4 vikum fyrir ætlaðan leigutíma, að öðrum kosti getur leigutaki ekki gert ráð fyrir að ganga að úthlutun sinni vísri.

  1. gr.

Ef umsækjandi sem greitt hefur leigugjald óskar að hætta við leigu fær hann endurgreitt svo framalega að húsið leigist öðrum.

  1. gr.

Að loknum sumartíma, frá byrjun september til loka maí að páskum undanskildum, gildir venjuleg vetrarleiga en þá er leigu skipt upp í helgar og virkra daga leigu, fimmtud/sunnud og sunnud/fimmtud. Umsóknir um vetrarleigu eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.

  1. gr.

Verði félagsmaður áskynja eða valdi tjóni á húsbúnaði eða húseignum félagsins skal sá hinn sama tilkynna slíkt strax til orlofsnefndar TFÍ.

Uppfært 27.03.2017

Ný stjórn TFÍ

Á aðalfundi TFÍ 10. mars sl. tók við ný stjórn félagsins. Guðbjörn Guðbjörnsson var kosinn formaður og tekur við af Birnu Friðfinnsdóttur fráfarandi formanni. Auk Birnu fóru úr stjórn þeir Ólafur Ingibersson og Hallgrímur Færseth. Stjórn TFÍ þakkar þeim Birnu, Ólafi og Hallgrími fyrir störf þeirra í þágu félagsins undanfarin ár.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þau Guðlaugur Hávarðarson og Guðrún Halldórsdóttir auk Huldu G. Gunnarsdóttur sem varamanns.

Stjórn TFÍ er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2021-2023:

  • Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður.
  • Guðlaugur Hávarðsson, varaformaður.
  • Jón Gísli Ragnarsson, gjaldkeri.
  • Guðrún Halldórsdóttir, ritari.
  • Trausti Freyr Reynisson, meðstjórnandi.

Varamenn:

  • Sif Guðmundsdóttir.
  • Hulda G. Gunnarsdóttir.

Betri vinnutími – stytting vinnuvikunnar

Starfsfólk og stjórnendur eru hvött til að kynna sér ítarlegar upplýsingar sem er að finna á heimasíðunum:
http://www.betrivinnutimi.is
http://www.styttri.is

Verkefnastjórn betri vinnutíma í vaktavinnu leggur áherslu á að allt starfsfólk og allir stjórnendur kynni sér meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal.
Enn fremur er lagt til að stjórnendur sendi sínu starfsfólki meðfylgjandi myndbönd fyrir umbótasamtal og miðli þeim sem víðast.

Myndbönd.

 

 

 

Starfsmenntunarsjóður TFÍ

Kæru tollverðir,

Á fundi stjórnar 14. janúar sl. var ákveðið að hækka styrkupphæð í starfsmenntunarsjóð úr 80 þ. kr. í 120 þ. kr. Það er von okkar að tollverðir nýti sér starfsmenntunarsjóðinn okkar.

Reglur sjóðsins má finna undir flipanum EYÐUBLÖÐ, endilega kynnið ykkur þær.

Ný stjórn TFÍ

Ný stjórn TFÍ

Aðalfundur TFÍ var haldinn 8. mars síðastliðinn. Á fundinum var kosin ný stjórn sem hefur nú skipt með sér verkum og er skipuð sem hér segir: f.v Hallgrímur G. Færseth, varformaður, Elísabet Ósk Maríusdóttir, meðstjórnandi, Birna Friðfinnsdóttir, formaður, Jón Gísli Ragnarsson, ritari og Ólafur Ingibersson gjaldkeri.

Ályktun aðalfundar TFÍ

Félagsmenn Tollvarðafélags Íslands samþykktu einróma meðfylgjandi ályktun á aðalfundi félagsins föstudaginn 8. mars 2019
 
Aðalfundur Tollvarðafélags Íslands leggur til að hætt verði við öll áform um sameiningu embættis Tollstjóra við Ríkisskattstjóra eða aðrar stofnanir. Ástæðan er slæm reynsla af slíkri tilraunastarfsemi, m.a. í Danmörku. Félagsmenn óttast að þær ákvarðanir sem verða teknar muni veikja tollgæslu í landinu.
 
Nefnd skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra um aukna skilvirkni í skattframkvæmd, álagningu og innheimtu opinberra gjalda skilaði inn tillögu að uppskiptingu á embætti Tollstjóra sem hljóðar svo að innheimtuhluti Tollstjóra verði færður undir embætti Ríkisskattstjóra. Alþingi hefur samþykkt tillögu nefndarinnar og við þetta hefur TFÍ ekkert að athuga. Nefndin á eftir að taka afstöðu til tollasviðs Tollstjóra. Í nefndinni situr enginn fulltrúi TFÍ og ekkert samráð hefur verið haft við félagið. Rétt er að benda á að meirihluti þeirra sem starfa á tollasviði embættisins eru tollverðir.
 
Aðalfundur TFÍ telur að embætti Tollstjóra eigi áfram að vera sjálfstæð stofnun undir heiti Tollstjóra sem er tákn tollgæslunnar í landinu.

 

 

 

Kynning á stofnanasamningi

Kæru tollverðir.

Fulltrúar í samstarfsnefnd TFÍ munu kynna nýjan stofnanasamning föstudaginn 11. janúar nk.

Tímasetningar:
Tollhúsið Tryggvagata, Kvosin (hátíðarsalur) kl. 10:00 og Keflavík kl. 13:30.

Ef einhverjir komast ekki en vilja spyrja út í samninginn er velkomið að gera það með tölvupósti, símtali eða á fundi.

Með von um að sjá sem flesta,
Birna Friðfinnsdóttir, formaður TFÍ
s.860-2723