Gjafabréf Icelandair

Ágætu félagsmenn.

Minni á rétt ykkar til kaupa á gjafabréfum, sjá eftirfarandi:
Gjafabréf  Icelandair að andvirði 25.000 kr.  Verð til félagsmanna 18.000 kr.
–  Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.

Ólafur Ingibersson, gjaldkeri TFÍ.

Málfríður Freyja kvödd eftir 32 ára starf

malla-kvc3b6dd-eftir-32-c3a1ra-starf

Fimmtudaginn 13. desember var Málfríður Freyja Arnórsdóttir kvödd með kaffisamsæti í Tollhúsinu eftir rúm 32 ár í starfi sem tollvörður. Málfríður gegndi hinum ýmsu störfum innan tollgæslunnar, lengst af á Keflavíkurflugvelli og nú síðast sem tollsérfræðingur í endurskoðunardeild Tollstjóra Tollhúsinu við Tryggvagötu. Af þessu tilefni afhenti Guðbjörn Guðbjörnsson, deildarstjóri endurskoðunardeildar, henni gjöf sem þakklætisvott fyrir störf hennar.

Afmæliskaffi – TFÍ 83 ára.

Kæru tollverðir.

Laugardaginn 8. desember nk. verður Tollvarðafélags Íslands 83 ára.

Af því tilefni býður félagið fyrverandi og núverandi tollvörðum til kaffisamsætis í Tollminjasafninu mánudaginn 10. desember frá kl. 14:00 – 16:00.

Í tilefni dagsins þykir það við hæfi að klæðast hátíðarbúning.

Þeir sem hyggjast þiggja boðið er bent á að hafa samráð við yfirmann sinn. Vonumst til að sjá sem flesta.

F. h. Tollvarðafélags Íslands,
Birna Friðfinnsdóttir, formaður

Nýir trúnaðarmenn

Nýir trúnaðarmenn félagsins, sbr. tölvupóstur til tollvarða 9. okt. sl., eru Guðlaugur Hávarðarson á Keflavíkurflugvelli og Jóhanna Á. Evensen og Steinarr Magnússon fyrir Reykjavík og landsbyggðina.

Fyrir er áfram Sigurvin B. Guðfinnsson á Keflavíkurflugvelli.

Hlutverk trúnaðarmanna, skv. 9. gr. laga nr. 80/1938, er m.a. að gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkamanna.