Sverri og Snorra gert að greiða 1,1 milljarð
Snorri Guðmundsson, sem oft er kenndur við rafrettuverslunina Póló, og Sverrir Þór Gunnarsson, sem kenndur hefur verið við rafrettuverslunina Drekann, voru nú rétt í þessu dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða 1,1 milljarð í sekt í stóra sígarettusmyglmálinu svokallaða. Þá hlutu þeir einnig tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir þátt sinn í málinu.