Gildandi kjarasamningur aðila, ásamt bókunum og fylgiskjölum framlengist frá 1. apríl 2024 til 31. mars 2028 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulagi þessu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrivara.
Laun, skv. gr. 1.1.1, hækki sem hér segir, nema annað leiði af launatöflum sem fylgja samkomulagi þessu:
1.4.2024 3,50% eða 23.750 kr.
1.4.2025 3,50% eða 23.750 kr.
1.4.2026 3,50% eða 23.750 kr.
1.4.2027 3,50% eða 23.750 kr.