Sælir Félagsmenn,
Stjórn TFÍ telur það mikilvægt að árétta fyrir félagsmönnum að nauðsynlegt sé að setja inn frádráttarlið í skattaskýrslu á móti framlagi atvinnurekenda og/eða styrktarsjóðs vegna íþróttastyrkja.
Meðfylgjandi er tilkynning um málið af vef BSRB.
Styrktarsjóður BSRB: Um breytingar á reglum um skattmat manna tekjuárið 2015
Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun og aðra heilsurækt að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvefengjanlega reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostnaði. Með kostnaði við íþróttaiðkun og heilsurækt er átt við greiðslu á aðgangi að líkamsræktarstöðvum, sundlaugum og skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félagsgjöldum í golfklúbba sem og þátttökugjöld vegna annarrar hreyfingar sem stunduð er með reglubundnum hætti. Einnig fellur hér undir kostnaður við aðra heilsurækt eins og t.d. jóga og annar sambærilegur kostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna endurhæfingar.
Með kveðju
Baldur Höskuldsson
Varaformaður TFÍ