Orlofsmál

Orlofskostir 2023, aðrir en sumarhús

Ferðaávísun – Frímann kerfið
– Hafir þú áhuga á að kynna þér ferðaávísanir þá ferð þú á Orlofshúsavef TFÍ- https://orlof.is/tfi/ og velur flipann „FERÐAÁVÍSUN“ (innskráning með rafrænum skilríkjum) og „Kaupa ferðaávísun“ þar sem hægt er að velja upphæð ávísunarinnar. Ferðaávísunin rennur aldrei út og þú getur notað hana hjá hvaða samstarfsaðila okkar sem er. Þegar þú ætlar síðan að nota ferðaávísunina þá þarf að hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst við þau hótel sem eru talin upp í „Gisting í boði“ og bóka.
– Félagsmaður getur keypt ferðaávísun sem veitir honum aðgang að hótelum og gistiheimilum um allt land.
Ath! Búið er að semja við tugi gististaða víðsvegar um landið að bjóða félagsmönnum okkar allra bestu kjörin.

Gjafabréf Icelandair að andvirði 25.000 kr. Verð til félagsmanna 18.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.

Útilegukortið að andvirði 24.900 kr. Verð til félagsmanna 16.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Útilegukortið – http://utilegukortid.is/

Veiðikortið að andvirði 8.900 kr. Verð til félagsmanna 6.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Veiðikortið – http://veidikortid.is/is/

Sérstakur orlofsstyrkur TFÍ fellur niður þetta árið þar sem TFÍ hefur nú tvö orlofshús til umráða.