Nýir trúnaðarmenn félagsins, sbr. tölvupóstur til tollvarða 9. okt. sl., eru Guðlaugur Hávarðarson á Keflavíkurflugvelli og Jóhanna Á. Evensen og Steinarr Magnússon fyrir Reykjavík og landsbyggðina.
Fyrir er áfram Sigurvin B. Guðfinnsson á Keflavíkurflugvelli.
Hlutverk trúnaðarmanna, skv. 9. gr. laga nr. 80/1938, er m.a. að gæta þess að gerðir samningar séu haldnir af atvinnurekanda og fulltrúum hans og að ekki sé gengið á félagslegan eða borgaralegan rétt verkamanna.