Leiðrétting launa félagsmanna TFÍ í samræmi við gerða kjarasamninga

Samninganefnd ríkisins (SNR) hefur tilkynnt Tollvarðafélagi Íslands (TFÍ) að það muni ekki efna loforð sín um að afturvirkar leiðréttingar samkvæmt samningum komi til útborgunar 1. desember. Þrátt fyrir að hafa lofað þessu fyrir undirritun samnings kemur nú fram rétt fyrir launakeyrslu að þetta gangi ekki upp. SNR beið fram á síðustu stundu eða í 14 daga með að tilkynna TFÍ þetta. Í millitíðinni hafði félagið kynnt félagsmönnum samninginn og haft stutta kosningu til að vera innan tímaramma sem SNR setti til að leiðrétting kæmi inn í launagreiðslu 1. desember.

Viðbrögð tollvarða við þessum breytingum eru mjög hörð, en margir höfðu reiknað með þessum leiðréttingum fyrir hátíðarnar. Tilraunir TFÍ til þess að fá þessu breytt hafa engan árangur borið og svörin á þann hátt að því miður sé þetta staðreyndin.

TFÍ lítur svo á að hér sé algert viljaleysi til að standa við gefin loforð.

Launamál

Ungur menntaður tollvörður kom til stjórnar TFÍ og vildi endilega fá að taka þátt í nýjasta æði íslendinga að birta launaseðla sína á veraldarvefnum. Tollverðir eru svosem ánægðir með þessa þróun þar sem þeir hafa oftast nær skammast sín fyrir þær tölur sem koma þar fram.

Eins og sjá má þá eru útborguð laun menntaðs tollvarðar 270.335 kr. Hann hefur þennan mánuðinn lukkast til að ná sér í sautján yfirvinnutíma og skilar það honum um 30.000 kr. Hærri útborgun en alla jafna.

Nefna ber að tollverðir eru um 60% dagvinnumenn en 40% vaktavinnumenn. Ef almennur tollvörður í dagvinnu hefur ekki kost á neinni aukavinnu þá fær hann um 240.000 kr. Útborgað fyrir mánaðar vinnu.

Tollvörðurinn þakkar fyrir að betri helmingurinn sé á það góðum launum að hann geti haldið áfram í þessu tómstunda starfi.

launaseðill

Kæru félagar.

Þú verður að vera innskráður notandi til að skoða þetta efni!

Sumarleiga Flúði 2015

Athygli félagsmanna Tollvarðafélags Íslands er vakin á því að orlofshúsnæði félagsins er nú laust til umsóknar fyrir sumarið 2015. Umsóknarfrestur er til og með 23. mars og fyrirhuguð úthlutun fer síðan fram eftir 30. mars.

Vika 1  29. maí – 5. júní 2015
Vika 2  5. júní – 12. júní 2015
Vika 3  12. júní – 19. júní 2015
Vika 4  19. júní – 26. júní 2015
Vika 5  26. júní – 4. júlí 2015
Vika 6  3. júlí – 10. júlí 2015
Vika 7  10. júlí – 17. júlí 2015
Vika 8  17. júlí – 24. júlí 2015
Vika 9  24. júlí – 31. júlí 2015
Vika 10  31. júlí – 7. ágúst 2015
Vika 11  7. ágúst – 14. ágúst 2015
Vika 12  14. ágúst – 21. ágúst 2015
Vika 13  21. ágúst – 28. ágúst 2015

Leigugjald er kr. 28.000 fyrir vikuna.
Umsókn skal senda undirrituðum á netfang sem sjá má hér fyrir neðan.
Þar skal koma fram hvaða viku sótt er um auk þess sem sækja má um eina aðra viku til vara.

Með félagskveðju,
Keflavíkurflugvelli 25. febrúar 2015

Ólafur Ingibersson
gjaldkeri TFÍ

olafur.ingibersson@tollur.is

Sælir Félagsmenn,

Stjórn TFÍ telur það mikilvægt að árétta fyrir félagsmönnum að nauðsynlegt sé að setja inn frádráttarlið í skattaskýrslu á móti framlagi atvinnurekenda og/eða styrktarsjóðs vegna íþróttastyrkja.

Meðfylgjandi er tilkynning um málið af vef BSRB.

Styrktarsjóður BSRB: Um breytingar á reglum um skattmat manna tekjuárið 2015

Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttar­félagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við íþróttaiðkun og aðra heilsurækt að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður leggi fram fullgilda og óvefengjanlega reikninga fyrir greiðslu á viðkomandi kostn­aði. Með kostnaði við íþróttaiðkun og heilsurækt er átt við greiðslu á aðgangi að líkams­ræktar­stöðvum, sund­laugum og skíðasvæðum, greiðslu á æfingagjöldum í íþróttasali og félags­gjöldum í golf­klúbba sem og þátttökugjöld vegna annarrar hreyfingar sem stunduð er með reglu­bundnum hætti. Einnig fellur hér undir kostnaður við aðra heilsurækt eins og t.d. jóga og annar sambærilegur kostnaður, þ.m.t. kostnaður vegna endurhæfingar.

Með kveðju
Baldur Höskuldsson
Varaformaður TFÍ

Afmæliskaffi

Kæru tolverðir

Á 79 ára afmælisdegi Tollvarðafélags Íslands, 8. desember n.k. býður félagið fyrverandi og núverandi tollvörðum til kaffisamsætis í Tollminjasafninu klukkan 10:00 – 12:00.

Í tilefni dagsins þykir það við hæfi að klæðast hátíðarbúning.

Þeir sem hyggjast þiggja boðið er bent á að hafa samráð við yfirmann sinn.

Vonumst til að sjá sem flesta.

Fyrir hönd Tollvarðafélags Íslands,
Ársæll Ársælsson formaður

Kjaramál 2014

Þú verður að vera innskráður notandi til að skoða þetta efni!

Kjaramál

Fyrsta fundi milli SNTFÍ og SNR er lokið en hann stóð yfir í um klukkutíma. Hóparnir skiptust á gögnum, samningarnefnd TFÍ afhenti kröfugerð sína og SNR afhentu skjöl hliðstæð þeim samningum sem búið er að semja um af öðrum stéttarfélögum.

SNTFÍ fór yfir sín rök, með kröfugerðinni og SNR Ætlar að fara yfir þau fyrir næsta fund.

Næsti fundur verður 28.4.14.

Félagsfundir

Stjórn Tollvarðafélags Íslands boðar til félagsfunda þriðjudaginn 1. apríl 2014

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum:

Í hátíðarsal á Tryggvagötu kl. 10:30 – 11:30  

Í kaffistofu tollvarða á Keflavíkurflugvelli kl. 13:00 – 14:00

Dagskrá fundanna er:

  • Staða kjarasamninga
  • Kröfugerð TFÍ
  • Önnur mál

 

Stjórn TFÍ vonar að sem flestir félagsmenn sjái sér fært að mæta, bent er á að sama dagskrá er á báðum fundunum.

F.h. stjórnar TFÍ

Ársæll Ársælsson formaður

 

Aðgangur

Þeir félagsmenn sem eru innskráðir á síðuna hafa aðgang að efni sem ekki er aðgengilegt öllum.

Félagsmenn eru beðnir um að óska eftir aðgangi með því að ýta á flipann „hafa samband“ og fylla inn viðeigandi upplýsingar.

Við stofnun notanda sendir kerfið út póst með notendanafni og lykilorði en lykilorðinu er hægt að breyta með því að fara inn í „site Admin“ og velja þar „Profile“ neðarlega á þeirri síðu er svo hægt að endurstilla lykilorðið.