Ungur menntaður tollvörður kom til stjórnar TFÍ og vildi endilega fá að taka þátt í nýjasta æði íslendinga að birta launaseðla sína á veraldarvefnum. Tollverðir eru svosem ánægðir með þessa þróun þar sem þeir hafa oftast nær skammast sín fyrir þær tölur sem koma þar fram.
Eins og sjá má þá eru útborguð laun menntaðs tollvarðar 270.335 kr. Hann hefur þennan mánuðinn lukkast til að ná sér í sautján yfirvinnutíma og skilar það honum um 30.000 kr. Hærri útborgun en alla jafna.
Nefna ber að tollverðir eru um 60% dagvinnumenn en 40% vaktavinnumenn. Ef almennur tollvörður í dagvinnu hefur ekki kost á neinni aukavinnu þá fær hann um 240.000 kr. Útborgað fyrir mánaðar vinnu.
Tollvörðurinn þakkar fyrir að betri helmingurinn sé á það góðum launum að hann geti haldið áfram í þessu tómstunda starfi.