Nú er Eyrarhlíð 40 komin í útleigu fyrir félagsmenn.
Orlofshúsið er staðsett í Munaðarnesi í Borgarfirðinum um 20 km fyrir utan Borgarnes skammt frá Bifröst. Húsið var allt tekið í gegn fyrir sumarið 2022 og er m.a. búið veglegum sólpalli. Þar er einnig heitur pottur og fallegt útsýni yfir Norðurá. Í húsinu er samliggjandi stofa og borðstofa þaðan sem opið er inn í eldhús ásamt stóru svefnherbergi með hjónarúmi sem er 180×200 cm auk minni herbergis með rúmi sem er 140×200 cm og yfirbyggðri koju 70×180 cm. Þar er einnig baðherbergi með sturtu þar sem gangið er út á pallinn í heita pottinn. Þá er geymsluskúr mep þvottavél/þurrkara ásamt gasgrilli á svæðinu. Eyrarhlíð hefur því svefnaðstöðu fyrir 4-5 fullorðna.
Í orlofshúsabyggðinni í Munaðarnesi er leikvöllur fyrir börn, gervigrasvöllur til knattspyrnuiðkunar, míní golfvöllur og margar fallegar gönguleiðir. Stutt er í sundlaugina að Varmalandi, golfvöllinn Glanna auk þess sem hægt er að komast í veiði víða í næsta nágrenni.
Bókanir og frekari upplýsingar um útleigu hússins eru á orlofsvef félagsins https://orlof.is/tfi/