Reglur orðunefndar

Um heiðursmerki og heiðursfélaga
Tollvarðafélags Íslands
Eftirfarandi reglur gilda um heiðursmerki Tollvarðafélags Íslands.

1.gr.
Heiðursmerki Tollvarðafélags Íslands er veitt fyrir störf að félagsmálum tollvarða.

2.gr
Heiðursmerkið hefur þrjú virðingarstig. ,Æðsta stig er gullmerki félagsins með
lárviðarsveig, sem veitist heiðursfélögum, þá gullmerki félagsins og loks silfurmerki
félagsins.

3.gr
Orðunefnd fer með málefni heiðursmerkjanna og gerir tillögur i janúar ár hvert til stjórnar Tollvarðafélagsins um veitingu þess. Formaður Tollvarðafélagsins sæmir fólk heiðursmerkinu samkvæmt tillögu orðunefndar.
Kjörgengir i nefndina eru allir fullgildir félagsbundnir tollverðir.
Nefndin skal valin af stjórn Tollvarðafélags Íslands og starfa milli aðalfunda.
Nefndin skal skipuð formanni, varaformanni og ritara.
Formann nefndarinnar skal kjósa sérstaklega, en aðra nefndarmenn i einu lagi.Nefndin velur síðan varaformann og ritara úr sinum hópi.

4.gr
Hlutverk nefndarinnar er að gera tillögur um hverja skuli gera að heiðursfélaga og sæma heiðursmerki og halda skrá yfir veitingar þess.
Við störf sin skal nefndin hafa þessar reglur til hliðsjónar, eigin athuganir og ábendingar sem henni berast um verðuga handhafa heiðursmerkisins.

5.gr.
Til að tillaga um veitingu heiðursmerkisins nái fram að ganga skal hún hljóta
samhljóða samþykki full skipaðar orðunefndar.

6.gr.
Formaður nefndarinnar stjórnar fundum og boðar til þeirra.
Ritari nefndarinnar heldur gerðabók um störf nefndarinnar og greinargóða skrá yfir merkisþega, hvenær þeir hlutu merkið og hvaða stig þess.
Þegar heiðursmerki er veitt skal tilgreina þau störf sem gerðu viðkomandi verðugan þess að hljóta það. Þess skal getið i málgagni Tollvarðafélags Íslands.