- grein Fullgildir greiðandi félagsmenn njóta forgangs við úthlutun orlofshúsa TFÍ.
- grein Réttur til úthlutunar á orlofshúsi í sumar og páskaleigu byggir á félagsaldri í TFÍ (eftir að tveggja ára félagsaðild er náð) að frádregnum fyrri úthlutunum orlofshúsa.
- grein Úthlutunartímabil sumars er frá byrjun júní til enda ágúst samkvæmt ákvörðun orlofsnefndar.
- grein Páskaviku er úthlutað sérstaklega á sama hátt og sumarleigu. Útleiga og úthlutanir eru auglýstar á heimasíðu félagsins.
- grein Þeir sem sótt hafa um hús en ekki fengið úthlutað fara á biðlista sem úthlutað er eftir falli einhver frá sinni úthlutun.
- grein Ef umsókn berst ekki um einhverja/r af tilteknum vikum í sumarúthlutun verður húsinu úthlutað til þess sem fyrstur óskar en þó að teknu tilliti til þeirra sem áttu umsóknir en fengu ekki úthlutun. Leigu skal inna af hendi eigi síðar en 4 vikum fyrir ætlaðan leigutíma, að öðrum kosti getur leigutaki ekki gert ráð fyrir að ganga að úthlutun sinni vísri.
- grein Ef umsækjandi sem greitt hefur leigugjald óskar að hætta við leigu fær hann endurgreitt svo framalega að húsið leigist öðrum.
- grein Að loknum sumartíma, frá byrjun september til loka maí að páskum undanskildum, gildir venjuleg vetrarleiga en þá er leigu skipt upp í helgar og virkra daga leigu, föstud/sunnud og sunnud/föstud. Umsóknir um vetrarleigu eru afgreiddar í þeirri röð sem þær berast.
- grein Verði félagsmaður áskynja eða valdi tjóni á húsbúnaði eða húseignum félagsins skal sá hinn sama tilkynna slíkt strax til orlofsnefndar TFÍ.
Uppfært 27.03.2017