Ný stjórn TFÍ

Á aðalfundi TFÍ 10. mars sl. tók við ný stjórn félagsins. Guðbjörn Guðbjörnsson var kosinn formaður og tekur við af Birnu Friðfinnsdóttur fráfarandi formanni. Auk Birnu fóru úr stjórn þeir Ólafur Ingibersson og Hallgrímur Færseth. Stjórn TFÍ þakkar þeim Birnu, Ólafi og Hallgrími fyrir störf þeirra í þágu félagsins undanfarin ár.

Tveir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, þau Guðlaugur Hávarðarson og Guðrún Halldórsdóttir auk Huldu G. Gunnarsdóttur sem varamanns.

Stjórn TFÍ er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2021-2023:

  • Guðbjörn Guðbjörnsson, formaður.
  • Guðlaugur Hávarðsson, varaformaður.
  • Jón Gísli Ragnarsson, gjaldkeri.
  • Guðrún Halldórsdóttir, ritari.
  • Trausti Freyr Reynisson, meðstjórnandi.

Varamenn:

  • Sif Guðmundsdóttir.
  • Hulda G. Gunnarsdóttir.