Til þess að njóta neðangreindra kjara þarf að skrá sig inn á orlofsvef félagsins og ganga frá kaupum þar.
Gjafabréf Icelandair
að andvirði 25.000 kr. Verð til félagsmanna 15.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á 4 gjafabréfum á ári.
Nánar um hvernig á að bóka með gjafabréfi og um skilmála gjafabréfa – https://www.icelandair.is/flights/book-gift-certificate/
Útilegukortið
að andvirði 19.900 kr. Verð til félagsmanna 16.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Útilegukortið – https://utilegukortid.is/
Veiðikortið
að andvirði 8.900 kr. Verð til félagsmanna 6.000 kr.
– Hver félagsmaður á rétt á kaupum á einu korti á ári.
Nánar um Veiðkortið – http://veidikortid.is/is/
Orlofsstyrkur
Orlofssjóður TFÍ veitir félagsmönnum styrk til greiðslu á innlendum og/eða erlendum orlofstengdum kostnaði á orlofstímabilinu 1. maí til 15. september 2021. Hver félagsmaður á rétt á einni úthlutun hvert ár og er hver styrkur að hámarki að andvirði 40.000 kr. Ekki er veittur styrkur á þjónustu sem TFÍ eða önnur stéttarfélög bjóða félögum sínum.
Umsækjendur verða að framvísa löglegum reikningi/kvittun stílað á nafn og kennitölu félagsmanns sem sækir um. Styrkur er veittur eftirá og leitast verður við að greiða þá út svo fljótt sem auðið er. Umsóknum skal skilað í tölvupósti á netfangið jon.ragnarsson@skatturinn.is þar sem fram kemur tilefni umsóknar ásamt viðhengi af reikningi/kvittun.
Styrkir eru veittir fyrir eftirfarandi kostnaði:
• Gistikostnaður erlendis í orlofi
• Gistingu innanlands utan orlofshúss félagsins, þ.e. hótel, gistihús, tjaldstæði o.s.frv.
• Leigu á hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagni.
• Skoðunarferðir, t.d. hvalaskoðun, fuglaskoðun o.þ.h.
• Skipulagðar gönguferðir með viðurkenndum ferðaþjónustuaðilum eða félögum.
• Skipulagðar hópferðir, hestaferðir, siglingar, veiðileyfi o.s.frv.
Aðrar takmarkanir á ofangreindum kostum; félagsmaður þarf að hafa greitt til félagsins a.m.k. 6 undanliðna mánuði.