Húsnæði viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur undanfarin ár starfað með fjármála- og dómsmálaráðuneyti að hugmyndum um sameiginlegt húsnæði fyrir alla helstu viðbragðsaðila landsins sem starfa á höfuðborgarsvæðinu. Þetta eru:

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
Ríkislögreglustjóri
Landhelgisgæslan
Slysavarnarfélagið Landsbjörg
Tollgæslan
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Neyðarlínan 112

Vinna í ítarlegri forathugun verkefnisins stóð fram til ársins 2020. Einskorðaðist hún í upphafi við að finna hentugt húsnæði fyrir löggæsluaðila. Verkefnið var síðan stækkað og gert ráð fyrir öllum viðbragðsaðilum á einum stað. Árið 2020 var aukinn þungi sett í verkefnið, enda mæddi mikið á viðbragðsaðilum á árinu 2020. Þörfin fyrir hentugt og nútímalegt húsnæði varð öllum ljós.

Að lokinni forathugun gerði FSR markaðskönnun , þar sem auglýst var eftir 30 þúsund fermetra lóð á ákveðnum svæðum í Reykjavík. Niðurstaða könnunarinnar var listi yfir valkosti sem skoðaðir voru nánar.

FSR gaf í nóvember út frumathugunarskýrslu um verkefnið. Samtímis hefur fjármálaráðuneytið átt í samningaviðræðum við lóðarhafa.

Markmið verkefnisins er að finna hagkvæma lausn á húsnæðismálum viðbragðsaðila til langrar framtíðar. Í forathugun var meðal annars skoðuð samlegð sem fólgin er í því að staðsetja löggæslu og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu á einum stað. Ljóst er að með því fyrirkomulagi er unnt að auka samstarf þeirra á milli auk þess sem samnýting rýma yrði talsverð. Þá myndi nýtt húsnæði vera hagnýtara og svara betur kröfum nútímans en húsnæði sem þessir aðilar hafa nú yfir að ráða. Þá er ljóst að á ögurstundu er mikill kostur að þeir aðilar sem vernda líf og eignir landsmanna séu staðsettir í sama húsnæðinu.