Ágætu félagar!
Ég óska ykkur öllum innilega til hamingju þennan baráttudag launafólks.
Formaður og varaformaður félagsins tóku þátt í kröfugöngu með öðru forystufólki verkalýðshreyingarinnar í landinu. Þetta var fallegur og sólríkur dagur og stemmingin góð, tónlist flutt og góð ávörp flutt. Það sem stóð upp úr var í mínum augum frábær ræða Drífu Snædal, forseta ASÍ, þar sem hún hvetur launþega í öllum stéttarfélögum og bandalögum til samstöðu í komandi kjaraviðræðum sem verða ekki léttar.
Ég óska ykkur öllum góðs sumars og að þið náið að safna kröftum í sumarfríinu eftir erfiðan vetur.
Lifið heil,
Guðbjörn Guðbjörnsson
formaður TFÍ